Erlendur áfram með Kvikmyndasafnið

Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins.
Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins. Eggert Jóhannesson

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Erlend Sveinsson í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012.

Erlendur er kvikmyndagerðarmaður og hefur komið að starfsemi Kvikmyndasafns Íslands um áratugaskeið sem stjórnarmaður, ráðgjafi og starfsmaður auk þess sem hann gegndi starfi forstöðumanns safnsins frá 1980 til 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert