Ferð strætó aflýst

Ferð Strætó frá Borgarnesi sem fara átti til Reykjavíkur klukkan 6:52 var aflýst vegna veðurs og ekki hefur verið flogið innanlands í morgun. Eins hefur ferð Strætó frá Reykjavík í Borgarnes kl: 07:45 verið aflýst vegna veðurs.

Næst verður athugað með flug klukkan 9:15 hjá Flugfélagi Íslands en á Suður- og Vesturlandi er gert ráð fyrir að draga fari úr rokinu um hádegið.

Það er hávaðarok víða og fer í 40 metra á sekúndu í hviðum undir Hafnarfjalli. Eins er mjög hvasst á Suðurnesjum og á Kjalarnesi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Búist er við hvassviðri eðe stormi næstu daga og talsverðri úrkomu á sunnanverðu landinu. Víða verða hvassir vindstrengir við fjöll í dag og afleitt ferðaveður á hálendinu. Dregur mjög úr vindi í kvöld, en hvessir aftur á morgun, einkum vestanlands.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru fáir á sjó vegna veðursins eða einungis stærstu skipin í flotanum.

<a href="/frettir/innlent/2014/09/29/havadarok_og_rigning/" target="_blank">Hávaðarok og rigning </a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert