Finna fyrir meðbyr frá karlmönnum

Staðan klukkan 13:25 í dag.
Staðan klukkan 13:25 í dag. Skjáskot af www.heforshe.org

„Við áttum von á því að íslenskir karlmenn myndu taka vel í þetta. Við höfum fundið mikinn meðbyr með okkar starfi frá karlmönnum og fundið að íslenskir karlmenn eru jákvæðir og tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttunni. En við bjuggumst kannski ekki alveg við svona rosalegra góðri þátttöku,“segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi, um þátttöku íslenskra karlmanna í herferðinni HeForShe.

Eins og mbl.is hefur sagt frá hafa íslenskir karlmenn tekið vel í herferðina og þegar þetta er skrifað hafa 7.790 skráð sig. Til samanburðar hafa 6.609 karlmenn skráð sig í Svíþjóð, 3.087 í Brasilíu og 8.206 í Ástralíu. Hvergi hafa þó fleiri skráð sig en á Íslandi miðað við höfðatölu. 

Inga Dóra segir að UN Women á Íslandi hafi alltaf fundið fyrir stuðningi frá íslenskum karlmönnum. Til dæmis er 30% af mánaðarlega styrktaraðilum samtakanna karlkyns.

Að sögn Ingu Dóru hefur þátttaka íslenskra karlmanna hlotið umfjöllun hjá samtökunum erlendis. „Phumzile Mlambo, framkvæmdarstýra UN Women hefur til að mynda fjallað um þetta á Twitter. Síðan er ég að fara til Japan með öllu landsnefndum UN Women og ég var beðin um að kynna þetta þar og reyna að útskýra þessa frábæru þátttöku.“

Inga Dóra telur þó að það gæti orðið erfitt að útskýra þátttökuna. „Þetta bara gerðist og óx mjög organískt. Ég held reyndar að íslenska keppnisskapið hafi aðeins spilað inn í ef ég á að vera alveg hreinskilin.“

Aðspurð segir Inga Dóra að ekki sé búið að tilkynna nákvæmlega hvernig ferferðin HeForShe muni fara vera í framhaldinu. „Það er að koma aðgerðaráætlun. En næsta skref er að hvetja karlmenn til að taka þetta skrefinu lengra og taka þátt í fjáröfluninni. 

Það sem að UN Women vantar sérstaklega er fjárhagslegur stuðningur. Ef þessir 7.784 menn væru mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women og greiddu 1000 krónur á mánuði þá myndu þeir safna 93 milljónum á ári.“

Fyrri fréttir mbl.is

„Íslensk­ir karl­menn skara fram úr“

„Fleiri skráðir á Íslandi en í Svíþjóð“

Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert