Fundu þrjá kettlinga í Hafnarfirði

Kettlingarnir þrír fá að drekka úr pela í dag.
Kettlingarnir þrír fá að drekka úr pela í dag. Ljósmynd/Kattholt

Þrír ungir kettlingar fundust í Hafnarfirði um helgina og eru þeir móðurlausir. Á Facebook-síðu Kattholts er óskað eftir mjólkandi læðu fyrir þá, en þeir eru tæplega tíu daga gamlir.

Sem stendur fá dýrin pela en samkvæmt upplýsingum frá Kattholti er best að þeir komist í snertingu við læðu sem getur gefið þeim að drekka og kennt þeim það sem kisur þurfa að kunna. Á meðan kettlingarnir fá pela, þarf að gefa þeim á tveggja til þriggja klukkustunda fresti. 

Leitað er að læðu sem er með fáa kettlinga sem eru á svipuðum aldri og kettlingarnir þrír.

Fleiri kettlingar í vandræðum um helgina

Strætóbíl­stjóri á leið upp í Borg­ar­nes í fyrradag varð held­ur bet­ur undr­andi þegar hann fann lít­inn kett­ling í bíln­um. Kett­ling­ur­inn var hálf­blind­ur og varla meira en vikugam­all. Með aðstoð Facebook tókst að koma kettlingnum til mjólkandi móður. 

Fundu lítinn kettling í strætó

Facebook-síða Kattholts

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert