Hjólreiðamaðurinn hyggst kæra

Jón Arnar þurfti tíu spor í andlitið.
Jón Arnar þurfti tíu spor í andlitið. Jón Arnar Baldurs

Jón Arnar Baldurs hyggst kæra vegna vírsins sem strengdur var yfir brúna yfir Elliðarárósa síðastliðinn laugardag og varð til þess að hann kastaðist af hjólinu sínu.

<br/><div>„Ég ætla að leggja fram kæru hvort sem að sökudólgarnir finnast eða ekki,“ segir Jón Arnar. „Mér finnst það bara eðlilegt. Það er ólíðandi að fólki geti átt það á hættu að lenda í þessu.“</div><div><br/> <div>Jón er vanur hjólreiðamaður og var í venjubundnum hjólreiðatúr þegar atvikið varð. Hann hefur oft hjólað yfir brúna áður og segist hafa átt sér einksis ills von þegar hann flaug skyndilega fram fyrir sig, af hjólinu. Þegar Jón leit upp til að sjá hvað hefði valdið sá hann vírinn fyrir aftan hjólið. Hann segir lögreglu hafa tjáð sér að vírinn, sem notaður var til illvirkisins, hafi komið úr brúnni sjálfri.</div> <div><br/> <div>Jón segist telja að hann hafi sloppið ótrúlega vel og þakkar því að hann var með reiðhjólahjálm að ekki hafi farið verr. „Ég lenti á vinstri hliðinni og höfuðið skall í jörðina svo hjálmurinn hefur bjargað mér,“ segir Jón. Sauma þurfti tíu spor í andlit Jóns, hann er með sár á hendi og meiddur á öxl og hné en segir líðan sína þokkalega miðað við aðstæður.</div> <div><br/>Jón segist aldrei hafa lent í viðlíka atviki og furðar sig á því að einhver geti tekið upp á slíku. <span>„Mér finnst þetta náttúrulega alveg með ólíkindum, að menn geri þetta.“ </span></div> </div> <div><br/> <div><span>Frétt mbl.is: <a href="/frettir/innlent/2014/09/29/leitar_thess_sem_strengdi_virinn/" target="_blank">Leitar að þeim sem strengdi vírinn</a></span></div> <div><span>Frétt mbl.is: <a href="/frettir/innlent/2014/09/28/vir_strengdur_yfir_hjolabru/" target="_blank">Vír strengdur yfir hjólabrú</a></span></div> </div> </div>
Brúin sem vírinn var strengdur yfir.
Brúin sem vírinn var strengdur yfir. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert