Reyðarfjörður sem smábærinn Fortitude

Stilla úr annarri kynningarstiklunni af Reyðarfirði.
Stilla úr annarri kynningarstiklunni af Reyðarfirði. YouTube

Fyrstu kynningarstiklurnar fyrir bresku glæpaþáttaröðina Fortitude hafa nú ratað á myndbandavefinn Youtube. Þáttaröðin var að miklu leyti tekin upp á Reyðarfirði en hún segir frá smábænum Fortitude sem er öruggasti staður heims, þar til einn daginn að framið er dularfullt morð.

Í helstu hlut­verk­um í þátt­un­um eru eng­ir au­kvis­ar en danska leik­kon­an Sofie Gråbøl, Michael Gam­bon, sem þekkt­ur er sem Dumbledore í Harry Potter-mynd­un­um, og Stanley Tucci úr Hung­ur­leik­un­um fara öll með stór hlutverk.

Þáttaröðin er framleidd af bresku sjónvarspsstöðinni Sky en framleiðslufyrirtækið Pegasus hélt utan um verkefnið hér á landi. Þættirnir fara í sýningar í janúar 2015 og er þeirra líklega beðið í ofvæni víðar en á Reyðarfirði. Í kynningarstiklunum hér að neðan má sjá brotabrot af því hvernig bærinn tekur sig út í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert