Skjálfti upp á 4,9 stig

Af vef Veðurstofu Íslands

Stærsti skjálftinn í nótt í Bárðarbungu var 4,9 að stærð. Hann varð klukkan 03:52 í norðanverðum öskjubarmi Bárðarbungu. Tveir aðrir voru yfir 3 að stærð, annar upp á 4,2 sig og hinn upp á fjögur stig nú klukkan 6:24 í morgun. Upptök beggja voru norðaustantil í öskjunni.

Alls hafa 22 skjálftar mælst í Bárðarbungu frá miðnætti, þar af 14 við norðanverðan öskjubarminn og 8 sunnantil. Í ganginum hafa mælst 12 skjálftar frá miðnætti, stærsti um 2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert