Skjálfti upp á 5,5 stig mældist

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. Rax / Ragnar Axelsson

Klukkan 13:43 í dag varð jarðskjálfti upp á 5,5 stig við suðausturbarm Bárðarbunguöskjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá varð jarðskjálftans vart á Akureyri. Þetta er með stærri skjálftum sem mælst hafa í tengslum við jarðhræringarnar á Bárðarbungusvæðinu.

Nýja hraunið á Flæðunum, í Holuhrauni, var orðið 44 ferkílómetrar á laugardag og fer enn stækkandi. Ekkert dregur úr gosinu. Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Þannig mældist jarðskjálfti upp á 5,2 stig klukkan 12:34 í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert