Slys við Þríhnúka enn til rannsóknar

Kona á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega þegar hún féll ásamt bandarískum …
Kona á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega þegar hún féll ásamt bandarískum ferðamanni ofan í sprungu nærri Þríhnúkagíg á Bláfjallasvæðinu á föstudag. mbl.is/Eggert

Rannsókn lögreglu á slysi sem varð á föstudag þegar kona slasaðist alvarlega er hún féll ofan í sprungu nærri Þríhnúkagíg á Bláfjallasvæðinu er langt komin. Konan er nú komin á almenna deild en hún var útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í gær.

Lögreglan segir að rannsókn standi enn yfir. Vettvangurinn hefur verið rannsakaður og rætt hefur verið við vitni. Til stendur að ræða við konuna sem slasaðist þegar hún hefur heilsu til. Hún féll um 6-7 metra ofan í sprunguna.

Lögreglan segir að atburðarásin liggi nokkurn veginn fyrir en hún þarf hins vegar að fá nánari upplýsingar um aðdragandann svo skýrari mynd fáist af því sem gerðist sl. föstudag.

Konan, sem er á fimmtugsaldri, er leiðsögumaður og var þarna með 13 manna hóp ferðamanna sem hugðist fara ofan í Þríhnúkagíg þegar slysið varð. Bandarískur ferðamaður féll einnig ofan í sprunguna en hann slasaðist minna.

Frétt mbl.is: Stóðu sitt hvoru megin við sprunguna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert