Strætó aflýsir ferðum

Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar …
Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar í dag. mbl.is/Golli

Strætó hefur aflýst ferð sem fara átti frá Borgarnesi til Reykjavíkur klukkan 9:20 en samkvæmt upplýsingum á vef fyrirtækisins er ófært á milli Reykjavíkur og Akraness.

Ferðin kl 9:00 frá Mjódd fer aðeins á Akranes og þaðan til baka til Reykjavíkur kl. 9:50.

Allt innanlandsflug liggur niðri en það er óveður á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnafjalli.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa björgunarsveitir ekki verið kallaðar út. Lögreglan biður fólk um að huga að trampólínum, grillum og öðrum lausamunum.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að veðurhæðin verði mest vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en upp úr kl. 13 til 14 tekur að ganga niður.  Allt að 40-50 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli, 30-40 m/s, s.s. á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert