Tekist á um frávísun í lekamálinu

Mál ákæruvaldsins gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, var …
Mál ákæruvaldsins gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, var þingfest 16. september sl. mbl.is/Golli

Munnlegur málflutningur mun fara fram í sakamáli ríkissaksóknara gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í lekamálinu svokallaða á miðvikudag. Tekist verður á um frávísunarkröfu, en í greinargerð Gísla í málinu kemur fram að ákæra og rannsókn málsins hafi verið háð miklum annmörkum og því beri að vísa því frá.

Er frávísunarkrafan í fyrsta lagi reist á því að verknaðarlýsing í ákæru sé svo óskýr að málsvörn Gísla verði mjög erfið. Í öðru lagi hafi grunnregla sakamálaréttar um hlutlægni ákærenda ekki verið virt. Í þriðja lagi hafi lögregla ekki gætt meðalhófs við rannsókn málsins. Loks telur Gísli að jafnræðisreglan hafi verið brotin.

Gísli lýsti sig sak­laus­an af ákæru í leka­mál­inu þegar það var þing­fest 16. september. Hann er ákærður fyr­ir brot gegn þagn­ar­skyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður inn­an­rík­is­ráðherra, með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudeginum 19. nóvember 2013 til miðvikudagsins 20. nóvember 2013, látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“. 

Ríkissaksóknari segir að upplýsingarnar hafi verið til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, en þær birtust í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert