Tók myndir og lét lögregluna vita

Utanvegaakstur er bannaður.
Utanvegaakstur er bannaður. mbl.is/Rax

Erlendur ferðamaður var kærður fyrir utanvegaakstur við Bláfell hjá Kjalvegi í síðustu viku, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Vegfarandi varð vitni að atvikinu, tók myndir og kom boðum til lögreglu. 

Bifreiðinni var ekið um mela og hálfgróið land og olli ökumaður með því nokkrum skemmdum.  Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem var boðaður í lögreglustöðina á Selfossi. Þar gekkst hann við brotinu og sættist á að greiða 100 þúsund króna sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert