Trampólín endaði utan um ljósastaur

Hér má sjá trampólínið við Skólatún á Álftanesi.
Hér má sjá trampólínið við Skólatún á Álftanesi. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson

Ekki hafa allir verið búnir að koma lausamunum tryggilega fyrir áður en hvessa fór á landinu í nótt ef marka má mynd sem barst mbl.is nú fyrir skömmu.

Myndin er af trampólíni sem endaði ferð sína utan um ljósastaur og rafmagnskassa við Skólatún á Álftanesi í morgun. Trampólínið virðist hafa tekist á loft og hafnað utan um staurinn. Gorma úr leiktækinu mátti finna í kringum það og þá voru skemmdir á bílum í nágrenninu.

Að sögn lögreglu á stöð 2 (Hafnarfjörður, Álftanes og Garðabær) hefur aðeins ein tilkynning borist í morgun vegna skemmda í tengslum við óveðrið og var það trampólínið sem fjallað er um hér að ofan. Verður það fjarlægt af bæjarstarfsmönnum og mun lögregla reyna að hafa upp á eiganda þess sem er ábyrgur fyrir skemmdunum sem urðu á bílunum.  

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi mynd af foknu trampólíni á Instagram í morgun. 

Lögregla mun reyna að hafa upp á eiganda trampólínsins sem …
Lögregla mun reyna að hafa upp á eiganda trampólínsins sem er ábyrgur fyrir skemmdunum sem urðu á bílunum. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert