Ekki þarf lengur að slökkva á símanum

WOW air
WOW air WOW air

Wow air hefur ákveðið að heimila farþegum að hafa kveikt á raftækjum alla flugferðina en nýverið úrskurðaði Flugöryggisstofnun Evrópu að ekki stafi hætti af notkun raftækja í flugi. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Hingað til hefur ekki mátt nota raftækin á meðan beltisljósin loga í flugtaki og við lendingu. Í síðustu viku úrskurðaði hins vegar Flugöryggisstofnun Evrópu að ekki stafi hætta af notkun raftækja á borð við farsíma í farþegarýminu. Flugfélögum er þar af leiðandi heimilt að leyfa notkun þessara tækja á meðan á flugi stendur.

Í svari til Túrista segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að félagið ætli að fara þessa leið og heimila farþegum að hafa kveikt á raftækjum alla flugferðina.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir niðurstöður Flugöryggisstofnunar Evrópu vera til skoðunar hjá félaginu með tilliti til breytinga á þeim reglum sem gilda hjá Icelandair í dag. Hann segir niðurstöðu ekki liggja fyrir.

Túristi

Uppfært 13:39

Upplýsingafulltrúi WOW air, Svanhvít Friðriksdóttir segir að WOW air eigi eftir að innleiða heimildina. Flugfélagið á eftir að tala við Samgöngustofnun og verður ekkert innleitt áður.

Eins og staðan er núna mega farþegar nota raftæki í flugum WOW air en allir símar verða að vera stilltir á ákveðna flugstillingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert