Enn hægt að sækja um styrk í sjóð Lovísu

Þrjár umsóknir hafa borist um styrk úr sjóðnum.
Þrjár umsóknir hafa borist um styrk úr sjóðnum. Mynd/Hrönn Ásgeirsdóttir

Þrjár umsóknir hafa borist um styrk úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar Svavarsdóttur en frestur til að sækja um styrk rennur út á morgun, 1. október. Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna í tengslum við fræðslu og for­varnir gegn akstri öku­tækja und­ir áhrif­um áfeng­is og annarra vímu­efna. 

mbl.is greindi frá því fyrr í þessum mánuði að engin umsókn hefði borist og því hefði verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn. Síðan þá hafa þrjár umsóknir borist og er enn tími til að senda inn umsókn. 

Stjórn sjóðsins mun hittast á næstu dögum, fara yfir umsóknirnar og taka ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum.

Lést eftir harðan árekstur við ölvaðan ökumann

Lovísa Hrund lét lífið þann 6. apríl árið 2013 í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi þegar ölvaður ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana. Ökumaður bifreiðarinnar var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. 

Í ákæru kom fram að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Þá segir að hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. 

Minningarsjóður Lovísu Hrundar

Hér er hægt að sækja um styrk úr sjóðnum: http://lovisahrund.is/styrkir/

Fyrirspurnir eða athugasemdir má senda á netfangið: minningarsjodur@lovisahrund.is

Fréttir mbl.is um sjóðinn

Minningin lifir í gegnum sjóðinn

Finnur dauðanum tilgang

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert