Mikill bjarmi yfir gosstöðvunum

Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir.
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem fylgdust með með vefmyndavélum Mílu, sem beint er að gosstöðvunum í Holuhrauni, í kvöld ráku vafalaust margir hverjir upp stór augu þegar sýnileg virkni virtist vera að aukast við sprunguna.

Töldu menn jafnvel á tímabili að ný gossprunga væri að opnast.

Vegna þessa var m.a. landvörður sendur upp á Vaðöldu til að kanna aðstæður betur. Hann staðfesti við Veðurstofu Íslands að ekki sé um aukna virkni að ræða.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings rennur hraunáin frá gosstöðvunum nú saman og streymir hún út í Jökulsá á Fjöllum. Við þetta myndast mikið glóð sem svo lýsir upp gufubólstra í náttmyrkrinu. Þetta sjónarspil skýrir það sem margir töldu vera aukna gosvirkni í Holuhrauni.

„Þetta lýsir upp gufuna svo þetta lítur út eins og gosmökkur,“ sagði Magnús Tumi í samtali við mbl.is nú í kvöld. „Það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé nýr gígur eða sprunga að myndast.“

Vefmyndavél Mílu sem sýnir gosstöðvarnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert