Slasaðist í Strípshrauni

Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni beint
Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni beint Rósa Braga

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að fara á sérútbúnum fjallabíl og á sexhjóli, auk sjúkrabíls, til að aðstoða hjólreiðakonu sem hafði hjólað á stein og slasast í Strípshrauni í Heiðmörk, ekki langt frá Elliðavatni, í gærkvöldi.

Um viðamikla aðgerð var að ræða sem tók á annan klukkutíma og tóku sex slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var komið niðamyrkur er slysið varð um hálfníuleytið en konan var ásamt hópi hjólreiðamanna í hjólaferð í hrauninu þegar óhappið varð. 

Talið er að konan sé beinbrotin en hún var flutt á Landspítalann með sjúkrabifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert