Vilja að Núllið verði nýtt

Núllið við Bankastræti. Áður var þarna kvennasalerni en verður kannski …
Núllið við Bankastræti. Áður var þarna kvennasalerni en verður kannski sýningarsalur þegar fram líða stundir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Núllið svokallaða, neðanjarðaralmenningssalerni í Bankastræti 0 í miðborg Reykjavíkur, gæti öðlast nýtt líf í nánustu framtíð.

Nokkuð er síðan bæði karla- og kvennasalernum var lokað og verða þau ekki opnuð aftur sem slík vegna þess að þau uppfylla ekki þær kröfur sem eru nú gerðar til almenningssalerna.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar kanni nú möguleika á framtíðarnýtingu Núllsins og er sýningarrými einn þeirra möguleika sem nefndir hafa verið.

Í Núllinu við Bankastræti.
Í Núllinu við Bankastræti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert