Vinna úr ábendingum vegna hnífstungu

Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur fengið þó nokkrar ábendingar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem átti sér stað í Austurstræti aðfaranótt sunnudagsins. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglumanni er lögregla að fara í gegnum ábendingarnar og vinna úr þeim.

„Við erum að setja allt í gang núna,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn í samtali við mbl.is. 

Þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar óskar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn eftir vitnum og frekari ábendingum. Atvikið átti sér stað milli klukkan 4- og 4.30 í Austurstræti. Þar var maður stunginn með hnífi.

Lögreglan óskar eftir því að þeir sem urðu vitni að samskiptum mannanna, eða árásinni sjálfri hafi samband við lögreglu gegnum símann 444-1000, netfangið berglind.eyjolfsdottir@lrh.is eða einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert