Yfir 17.000 skjálftar á 30 dögum

Skjálftayfirlit sem Veðurstofa Íslands hefur tekið saman og sýnir stöðuna …
Skjálftayfirlit sem Veðurstofa Íslands hefur tekið saman og sýnir stöðuna þar til í gær. mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands segir, að frá því að jarðhræringahrinan í Bárðarbungu hófst 16. ágúst hafa mælst yfir 17.400 skjálftar. Í dag er skjálftavirkni svipuð og hún heur verið síðustu daga. Fimm skjálftar stærri en þrír hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti kl. 13:42 í gær, sem var 5,5 að stærð.

Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar. Smærri skjálftar greinast verr vegna veðurhæðar.

Þetta kom fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í dag. Þar segir ennfremur, að sigið í öskju Bárðarbungu haldi áfram með svipuðum hraða og áður.

GPS mælingar sýna minniháttar óreglulegar hreyfingar.

Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

Næstu tvo daga (þriðjudag og miðvikudag) eru suðlægar áttir ríkjandi. Gasmengunin fer til norðurs frá gosstöðvunum. Þar sem dálítill breytileiki er í vindáttinni dreifist áhrifasvæðið frá Eyjafirði að Melrakkasléttu í dag en þrengis örlítið á morgun og markast þá af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Bakkaflóa.

Spána má sjá áwww.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing


Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að næsti fundur ráðsins verði haldinn miðvikudaginn 1. október.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert