Fundað vegna friðarkerta

Mynd er úr safni og tengist frétt óbeint.
Mynd er úr safni og tengist frétt óbeint. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Í dag ræddu framkvæmdastjórar kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar og Hjálparstarfs kirkjunnar saman vegna framleiðslu á friðarljósum sem Heimaey hefur framleitt til margra ára. Sala á ljósunum hefur dregist saman að undanförnu samhliða harðnandi verðsamkeppni á markaði.

Fram kemur í tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar að sú ákvörðun að flytja inn fullunnin kerti frá Póllandi hafi verið gagnrýnd að undanförnu. 

„Hjálparstarfinu þykir leitt að upplýsingagjöf til Heimaeyjar á stöðu mála og grundvöllur ákvörðunar um að flytja inn fullunnin kerti árið 2013 hafi ekki verið sem skyldi. Heimaey hefði viljað fá betri aðkomu og möguleika á að bjóða í fullunnin Friðarljós,“ segir í tilkynningu. 

Munu aðilar nú í sameiningu skoða þessi mál í fullri hreinskilni og ræða möguleika á áframhaldandi samstarfi, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert