Íhuga að setja á fót afurðastöð fyrir við

Þór Þorfinnsson skógarvörður á Austurlandi.
Þór Þorfinnsson skógarvörður á Austurlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skógarbændur á Austurlandi eru að kanna möguleika á stofnun afurðastöðvar fyrir nytjavið sem fellur til í fjórðungnum.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að menn séu að fara yfir tölur um hagkvæmni slíkrar starfsemi áður en framhaldið verður ákveðið. „Það er ljóst að koma þarf vinnslu og sölu skógarafurða í farveg á næstu árum,“ segir Þór.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nær aldarfjórðungur er frá því að nytjaskógrækt bænda hófst á Austurlandi og komið er að því að grisja skóga. Að sögn Þórs er eftirspurnin eftir viði sem til fellur umfram framboð. Á annað hundrað skógarbændur stunda nytjaskógrækt á Austurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert