Mögulegt eiturefni í Loom fylgihlutum

Rainbow Loom armband
Rainbow Loom armband Mynd:Wikipedia

Fylgihlutir (e. charms) svokallra „Loom“-plastbanda sem hafa verið vinsæl meðal barna hér á landi undanfarið, gætu innihaldið hættuleg eiturefni. Samkvæmt grein The Independent hafa fylgihlutirnir verið prófaðir á rannsóknarstofu í Wales og kom í ljós að sumir þeirra innihéldu 500 sinnum meira magn af þalötum en leyfilegt er. Á þetta þó aðeins við eftirlíkingar af upprunalegu böndunum sem kallast „Rainbow Loom“.

Að sögn miðlanna Mirror og Birmingham Mail hafa fylgihlutirnir verið tekin úr hillum fjölmargra verslana í Englandi. 

Þalöt eru notuð til þess að gera plast öruggara og sveigjanlegra en aðeins notað í örlitlu magni. Ljóst þykir að magnið sem er í þeim eftirlíkingum sem rannsakaðar voru var mikið meira en leyfilegt er og gæti skaðað fólk. 

Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er málið hjá þeim til skoðunar og verður því fylgt eftir.

Uppfært 2.10, klukkan 12:54

Sá misskilningur varð við gerð þessarar fréttar að loom böndin sjálf gætu innihaldið of mikið magn þalata. Það rétta er að samkvæmt rannsókninni var of mikið magn þalata í fylgihlutum bandanna sem hægt er að láta hanga neðan úr þeim. Það leiðréttist hér með og biðst mbl.is afsökunar á þessum mistökum.

Frétt mbl.is:

Loom böndin vottuð og örugg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert