Stækka hótelið stig af stigi

Hótel Hrauneyjar.
Hótel Hrauneyjar. mbl.is/RAX

Hótelherbergjum með baðherbergi verður fjölgað um 16 við Hálendismiðstöðina Hrauneyjar í vetur. Hrauneyjar eru við Sprengisandsveg og þar hefur verið starfrækt gisting og matsala frá árinu 1994.

Eftir breytingarnar verða 56 herbergi með baði í miðstöðinni og 20 herbergi og svítur á Hótel Hálandi, sem er við hliðina á miðstöðinni. Alls eru jafnframt 36 svefnpokarými fyrir tvo gesti hvert. Framkvæmdirnar við herbergin og aðrar breytingar kosta um 100 milljónir króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðrik Pálsson hótelhaldari að með breytingunum sé komið til móts við óskir viðskiptavina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert