Tekist á um fasteignamat á vatnsréttindum

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Hersir Aron

Mál Landsvirkjunar gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Forsaga þess er sú að innanríkisráðuneytið úrskurðaði árið 2012 að Þjóðskrá bæri að taka vatnsréttindi fyrirtækisins í sveitarfélaginu til fasteignamats.

Fljótsdalshérað vildi innheimta fasteignagjöld af réttindunum í kjölfarið en Landsvirkjun ákvað að skjóta deilunni til dómstóla. Það gæti orðið fordæmi fyrir önnur sveitarfélög á landinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert