Erfðabreyttar mýs leyfðar

Mýsnar verða notaðar við rannsóknir á myndum sortuæxla.
Mýsnar verða notaðar við rannsóknir á myndum sortuæxla. Af vef Wikipedia

Umhverfisstofnun hefur veitt Háskóla Íslands heimild til þess að flytja til landsins og rannsaka erfðabreyttar mýs. Mýsnar eru með mismunandi erfðabreytingum og eiga að koma að gagni við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og við kennslu.

Það er lífefna- og sameindalíffræði læknadeildar HÍ sem mun rannsaka mýsnar í dýraaðstöðu háskólans undir eftirliti dýralækna við tilraunastöð hans í meinafræði, að því er kemur fram í leyfinu frá Umhverfisstofnun

Í Morgunblaðinu í dag segir, að mýsnar verði notaðar til þess að rannsaka áhrif erfðabreytinga á sortuæxli. Það verður gert með því að láta mismunandi breyttar mýs æxlast og með vefjatöku, að því er kemur fram í umsókninni um leyfið Mýsnar eru frá viðurkenndri tilraunastofu í Frakklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert