Skjálfti upp á 4,6 í morgun

Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands

Skjálfti sem mældist 4,6 stig varð klukkan 6:40 í morgun við norðurbrún Bárðarbunguöskju. Í dag má reikna með gasmengun norður og vestur af gosstöðvunum.
Á morgun (föstudag) er búist við gasmengun austur af gosstöðvunum.

Frá klukkan 19 í gær eru sjálfvirkt staðsettir skjálftar í kringum 20 í og við norðanverðan Vatnajökul. Stærstur þeirra, 4,8 stig, varð klukkan 00:37. Upptök hans voru einnig við norðurbrún Bárðarbunguöskju.

Minni skjálftarnir eru flestir 1-2 að stærð og staðsettir við norðurenda gangsins og einnig í Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert