Tapið yrði um sjö milljarðar

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Útflutningstekjur af kolmunna, norsk-íslenskri síld og makríl munu dragast saman um tæpa sjö milljarða á næsta ári, ef farið verður eftir nýrri veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).

Þetta er mat Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), að því er fram kemur í fréttaskýringu um ráðgjöf ICES og hugsanleg áhrif hennar í Morgunblaðinu í dag.

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þennan samdrátt munu hafa afleiðingar fyrir þjóðarbúið og minnir á að samanlagt útflutningsverðmæti þessara þriggja tegunda í fyrra hafi verið 38 milljarðar. Það hafi mest farið í 77 ma. 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert