Útflutningur áfengra drykkja eykst um 71%

Mest er flutt út af bjór í lítrum talið.
Mest er flutt út af bjór í lítrum talið.

Fluttir voru út áfengir drykkir fyrir 245,9 milljónir króna á fyrstu átta mánuðum ársins, borið saman við 143,7 milljónir sömu mánuði í fyrra. Það er 71% aukning milli ára.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Mest er flutt út af bjór í lítrum talið og eru nokkrir framleiðendur að baki þeim útflutningi, þar með talin Ölgerðin og Vífilfell.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir útflutninginn hafa „farið á flug síðustu 12-18 mánuði“. „Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar sú að við lögðum í fyrsta skipti áherslu á útflutning. Hins vegar hafa verðlaunin sem við höfum fengið fyrir bjórinn okkar vakið athygli og leitt til mikillar eftirspurnar. Það er í kjölfar þeirra sem útflutningurinn hefur byrjað að blómstra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert