Fyrsti snjórinn fellur á höfuðborgarsvæðinu

Snjókoma í Austurstræti í janúar.
Snjókoma í Austurstræti í janúar. Ómar Óskarsson

Fyrsti snjór vetrarins fellur nú á víða höfuðborgarsvæðinu og þykir mörgum snjórinn vera helst til snemma á ferðinni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þó ekkert óvenjulegt við snjókomuna.

„Veðurminni fólks er yfirleitt á við gullfiskaminni. Veðrið hefur kannski ekki verið svona síðustu ár en snjórinn hefur alltaf komið á þessum tíma annað slagið og virðist alltaf koma jafn mikið á óvart,“ segir Óli Þór og bendir á að ekki sé langt síðan fyrsta degi vetrardekkja var breytt úr 15. október í 1. nóvember.

Þeir sem hafa áhyggjur af því að þurfa að vaða skafla í fyrramálið geta þó dregið andann léttar þar sem Óli Þór telur líklegt að snjórinn verði horfinn vegna rigninga.

Tengdar fréttir:

Snævi þaktir vellir á höfuðborgarsvæðinu

Read this story in English:

First snow hits Reykjavík

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert