Hundrað erindi til stjórnarskrárnefndar

Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.
Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar. mbl.is/Kristinn

Tæplega eitt hundrað erindi hafa borist stjórnarskrárnefnd vegna fyrstu áfangaskýrslu hennar sem kynnt var í sumar. Erindin eru nær undantekningalaust frá einstaklingum en nokkur félagasamtök eru inn á milli.

Langflest erindi frá einstaklingum eru stutt og efnislega eins. Minnt er á þjóðaratkvæðið 2012 um tillögur stjórnlagaráðs og farið fram á að eftir þeim verði farið. Í fjölmörgum tilfellum er um sömu erindin að ræða.

Félagasamtök sem hafa sent inn erindi eru Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungir jafnaðarmenn, Hagsmunasamtök heimilanna og Stjórnarskrárfélagið.

Listi yfir öll erindin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert