Óvissa er um starfsemina

Embætti sérstaks saksóknara.
Embætti sérstaks saksóknara. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinna innanríkisráðuneytisins við að koma með tillögu um framtíðarskipun mála sem heyra undir sérstakan saksóknara hefur brugðist. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.

Skýrsla um framtíðarskipun embættisins var rædd á Alþingi í byrjun þessa árs, en enn hefur ekki komið niðurstaða í málið.

„Á meðan það eru engar tillögur um framhaldið þá heldur fjárveitingavaldið sínu hlutverki að skera niður, því þessi vinna átti að vera komin langtum lengra. Við sjáum ekki fyrir endann á því hvernig þetta á að vera til framtíðar,“ segir Vigdís í umfjöllun um niðurskurð hjá sérstökum saksóknara  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert