Skemmtisiglingar um landið

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir kringum Ísland 2015.
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir kringum Ísland 2015.

Komum skemmtiferðaskipa til landsins heldur áfram að fjölga. Í fyrra komu 80 skip til Reykjavíkur, í ár verða þau um 90 og næsta sumar hafa 102 skip boðað komu sína, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna.

Ágúst segir vertíðina hafa lengst og skipin stoppi lengur en áður. Þá hefur minni skemmtiferðaskipum fjölgað, svonefndum leiðangursskipum.

Eitt þeirra skipa, Ocean Diamond, hefur boðað komu sína næsta sumar. Ferðaskrifstofan Iceland ProCruises, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kjartanssonar hjá Island ProTravel í Þýskalandi, hefur tekið skipið á leigu til þriggja ára og verður Reykjavík heimahöfn þess. Áformaðar eru sjö hringferðir um Ísland; 10 daga sigling með átta viðkomustöðum, og einnig þrjár ferðir til Grænlands, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert