Hagræðing í mjólkuriðnaði skilaði 20% raunlækkun

Verð lækkaði þótt aðföng yrðu dýrari.
Verð lækkaði þótt aðföng yrðu dýrari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupmáttur launa til kaupa á mjólkurvörum hefur aukist um 20% frá 2003. Þá hefur verið hagrætt um 3 milljarða á ári í framleiðslu á mjólkurafurðum.

Þetta kemur fram í greiningu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á gögnum úr rekstri fyrirtækja í greininni, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Telja samtökin að hægt sé að ná töluverðri viðbótarhagræðingu í greininni á næstu misserum.

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, skrifar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að tekist hafi að ná fram raunlækkun á mjólkurverði þrátt fyrir hækkandi verð á aðföngum til bænda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert