Sprenging í fyrirspurnum

Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir að fyrirspurnum til safnsins hafi fjölgað …
Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir að fyrirspurnum til safnsins hafi fjölgað ár frá ári. mbl.is/Árni Sæberg

„Vitneskja almennings um að hann geti fengið aðgang að upplýsingum um sín eigin mál hefur aukist. Það hefur orðið sprenging í fyrirspurnum einstaklinga til okkar síðan umræðan um Breiðavíkurmálin fór af stað árið 2007.“

Þetta segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður í Morgunblaðinu í dag, á sextugasta afmælisdegi Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

Svanhildur segir að einstaklingar gætu fengið að skoða t.d. sálfræðiskýrslur, skjöl um barnaverndarmál og ýmislegt annað sem varðar þá persónulega. „Það hefur tekið fólk jafnvel einhver ár að hafa sig í að spyrja um þetta þannig að við reynum að veita því eins góða þjónustu og hægt er, jafnvel þótt það taki starfsmann marga daga að finna skjölin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert