Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Mikið mistur hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag en um er að ræða mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mengunin hefur að undanförnu legið í áttina að suðvesturhorni landsins.

Eins og mbl.is hefur fjallað um ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum vegna mengunarinnar en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utandyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma gæti hins vegar fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu.

Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni. Mikilvægt er að sjúklingar hugi að því að hafa lyf sín tiltæk. Öndun um nef í stað þess að anda gegnum munn dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert