„Við höldum í vonina“

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er mjög mikil samstaða í hópnum og sýnir það vel það ástand sem er í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, en meðlimir félagsins hafa nú samþykkt verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu.

Rúm­lega 94% fé­lags­manna tóku þátt. Af þeim samþykktu 96% að fara í verk­fallsaðgerðir. Næsti fund­ur með samn­inga­nefnd rík­is­ins er boðaður hjá rík­is­sátta­semj­ara á morgun. Helgi Kjartan segir að félagsmenn reyni að vera bjartsýnir á framhaldið. „Við verðum alltaf að reyna að vera bjartsýn. Við höldum í vonina.“

Læknafélag Íslands hefur nú einnig samþykkt verkfallsaðgerðir.  Yfir 80% af at­kvæðis­bær­um lækn­um tók þátt í kosn­ing­unni og yfir 95% þeirra samþykktu fyr­ir­hugaðar verk­fallsaðgerðir sem gert er ráð fyr­ir að hefj­ist þann 27. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert