102 ára með gilt ökuskírteini

mbl.is/Ómar

Tæplega 20 þúsund einstaklingar sem eru eldri en 70 ára eru með gild ökuskírteini hér á landi samkvæmt upplýsingum á vefsíðu lögreglunnar. Nákvæm tala er 19.915 einstaklingar. Fram kemur að eftir að þeim aldri er náð þurfi að endurnýja ökuskírteini örar en áður og eftir að fólk verður 80 ára þarf að endurnýja þau árlega. Sá elsti er 102 ára gamall og sá næstelsti árinu yngri.

„Til gamans má geta þess að þegar aldurshöfðinginn á listanum sótti um ökuskírteini síðast tók sú sem afgreiddi hann sérstaklega til þess hve ern og skemmtilegur hann var og með allt á hreinu. Einhverjir kynnu að setja út á það að svo fjölmennur hópur fólks á þessum aldri séu úti í umferðinni, en það verður seint sagt að einbeitt áhættuhegðun í umferðinni fylgi þessum hópi.  Slíkt hefur löngum loðað við ákveðinn hóp þeirra sem nýlega hafa fengið ökuréttindi,“ segir á vefsíðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert