Strandaði á sjávarútvegskafla

Ágúst Þór Árnason hélt erindi um aðildarviðræður Íslands og ESB …
Ágúst Þór Árnason hélt erindi um aðildarviðræður Íslands og ESB og benti m.a. á að ESB hefði í raun stöðvað viðræðurnar. mbl.is/Golli

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið (ESB) voru ferð án fyrirheitis eftir mars 2011. Þetta kom fram í erindi Ágústs Þórs Árnasonar, aðjunkts við lagadeild Háskólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi.

Hann er höfundur viðauka 1 í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir utanríkisráðherra um aðildarviðræðurnar við ESB og þróun mála innan sambandsins.

Ágúst Þór sagði í samtali að svo virtist sem Íslendingar hefðu ekki áttað sig á þeirri breytingu sem varð á ESB frá því að Svíþjóð, Finnland og Austurríki fengu aðild árið 1995 og þar til Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Enginn pólitískur þrýstingur var innan ESB árið 2009 á að fá Ísland inn. ESB hefði því ekki ætlað að gefa neinn afslátt af því að Ísland þyrfti að gangast undir heildarlöggjöf og almennar reglur sambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert