Refurinn Gosi vaktar gosstöðvarnar

Refurinn Gosi stillir sér upp fyrir myndatöku.
Refurinn Gosi stillir sér upp fyrir myndatöku. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Björgunarsveitarmenn sem vakta vegartálmann að gosstöðvunum í Holuhrauni fá oftar en ekki refinn Gosa í heimsókn á kvöldin. Þar sem honum hefur í hverri heimsókn verið gefið að éta venur hann komur sínar þangað og stillir sér upp fyrir myndatökur til að launa greiðann.

Annars er allt með kyrrum kjörum á gosstöðvunum. Svipaður gangur er í eldgosinu og jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu sambærileg og verið hefur undanfarna daga. Jarðskjálfti upp á 4,8 mældist rétt fyrir miðnætti 4,8 km NA af Bárðarbungu og rétt eftir klukkan eitt mældist annar upp á slétt þrjú stig 7,4 km ASA af Bárðarbungu.

Síðan hafa ekki mælst skjálftar sterkari en þrjú stig.

Í dag og á morgun lítur út fyrir fremur hæga norðaustlæga átt og gæti orðið vart gasmengunar suður og suðvestur af eldstöðvunum, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert