Biðlistarnir lengjast enn

Guðrún Björt Yngvadóttir, stjórnarmaður í Lions og einn skipuleggjenda Alþjóðlega …
Guðrún Björt Yngvadóttir, stjórnarmaður í Lions og einn skipuleggjenda Alþjóðlega sjónverndardagsins, og Einar Stefánsson augnlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar staðið sig vel í augnlækningum, t.d. í samanburði við önnur lönd.

„En í dag höfum við áhyggjur af ástandinu. Það eru brestir í kerfinu. Við búum við gríðarlegan niðurskurð, við höfum misst hæfa lækna til útlanda og þurft að loka skurðstofum tvo daga í viku. Þá safnast óheyrilega langir biðlistar í aðgerðir,“ segir Einar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í þessu samhengi bendir hann á langan lista sjúklinga sem bíða eftir aðgerð á augasteini. Á þeim biðlista eru um 1.500 manns. Einar segir aðgerðina tiltölulega ódýra, hún kosti um 100 þúsund krónur, og geti haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Einar bendir á að þar sem þjóðin eldist lengist biðlistarnir mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert