Þetta færðu fyrir 248 kr.

Samkvæmt einu þeirra dæma sem koma fram í greinargerð frumvarps vegna breytinga á lögum um virðisaukaskatt, vörugjaldi og barnabótum er miðað við að 248 krónur fari í máltíð fyrir einstakling og 2.980 krónur fyrir matarinnkaupum fjögurra manna fjölskyldu yfir daginn ef miðað er við útgjaldaflokkun úr neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. að 16,2% af útgjöldum heimilisins fari í mat. 

Þá ættu 992 krónur að duga fyrir fjölskyldumáltíðinni. mbl.is fór í Bónus í dag til að kanna hvað fæst fyrir peninginn.

Fyrir 198 kr. er t.d. hægt að fá Bónus samloku með rækjusalati en vilji maður skola henni niður með kókdós er upphæðin komin upp í 277 krónur og þar með upp fyrir dæmið sem miðað er við. Ætli maður að gera vel við sig og fá sér Júmbósamloku er strax búið að sprengja viðmiðin því slík samloka er á 298 krónur.

Fleiri dæmi er að finna í myndskeiðinu. 

Einstaklingar eiga að geta lifað af 745 krónum samkvæmt viðmiði í frumvarpi vegna breytinga á virðisaukaskattskerfi en þess má geta að alþingismenn fá 10.800 krónur fyrir mat á dag þegar þeir eru á ferðalögum. Sú upphæð myndi duga fyrir fjórtán manns samkvæmt dæminu sem miðað er við hér að ofan. 

Matarinnkaup engin forsenda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert