Spyr ráðherra um innleiðingu NPA

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra í þingsal.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra í þingsal. mbl.is/Eggert

Í fyrirspurn sem þingmaðurinn Steinunn Þóra Árnadóttir hefur lagt fram á Alþingi er félags- og húsnæðismálaráðherra spurður um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Spyr hún m.a. um frumvarp um persónulega notendastýrða aðstoð sem ráðherra hyggst leggja fram fyrir áramót.

Hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn Steinunnar Þóru. 

1. Hvernig hyggst ráðherra standa að framkvæmd ákvæðis til bráðabirgða IV í lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum, þar sem segir að ráðherra skuli „eigi síðar en í árslok 2014 leggja fram frumvarp til laga þar sem lagt verður til að lögfest verði að persónuleg notendastýrð aðstoð verði eitt meginform þjónustu við fatlað fólk og skal efni frumvarpsins m.a. taka mið af reynslu og framkvæmd samstarfsverkefnisins?“

2. Hvernig miðar störfum við faglegt og fjárhagslegt mat á samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar? Verður verkefninu lokið fyrir áramót eins og ákvæði laga gera ráð fyrir?


3. Hversu oft hefur verkefnisstjórn NPA komið saman til fundar síðan 19. mars 2013?

Steinunn Þóra Árnadóttir.
Steinunn Þóra Árnadóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert