Vilja að Hanna Birna segi af sér

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Ein af þeim ályktunum sem lagðar verða fram á flokksráðsfundi VG um helgina felur í sér vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 

„Það er óviðunandi að persónuupplýsingum og gróusögum um hælisleitendur sé lekið frá skrifstofu ráðherra í vel valda fjölmiðla og verður Hanna Birna Kristjánsdóttir að axla pólitíska ábyrgð á því,“ segir í ályktuninni. 

„Öll vinnubrögð í kringum mál Tony Omos af hálfu íslenskra stjórnvalda eru ekkert minna en viðbjóðsleg og bera vott um hreinræktað mannhatur. Ráðherra, hvers pólitískt ráðni aðstoðarmaður lekur persónuupplýsingum og skeytir við gróusögum, verður ítrekað ber að lygum að þingi og þjóð og sem hefur afskipti af lögreglurannsókn á ráðuneyti er einfaldlega ekki stætt á stóli.

Í lýðræðisríkjum þykir eðlilegt að ráðherrar sem verða uppvísir að lygum segi af sér embætti og í nágrannalöndunum er það næsta daglegt brauð að ráðherrar segi af sér og þykir það virðingarvert. Sér í lagi er það grafalvarlegt að ráðherra lögreglumála hafi afskipti af rannsókn lögreglu á eigin ráðuneyti. Ráðherra sem hagar sér með slíkum hætti er einfaldlega ekki stætt á stóli.“

Segi Hanna Birna ekki af sér eða verði ekki vikið úr sæti af þinginu er skýrt að Ísland er ekki lengur lýðræðislegt réttarríki. 

Eru ekki að fara að kaupa flatskjá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert