Hægt að sigla mun oftar

Þannig gæti ný Vestmannaeyjaferja litið út, samkvæmt hönnun sem kynnt …
Þannig gæti ný Vestmannaeyjaferja litið út, samkvæmt hönnun sem kynnt var íbúum í gær.

Hönnuðir nýrrar Vestmannaeyjaferju telja að siglingar hennar til Landeyjahafnar falli aðeins niður í tíu heila daga á ári.

Að auki verði skerðing á siglingum í tuttugu daga til viðbótar. Kom þetta fram á fundi stýrihóps og hönnuða skipsins. „Mér fannst merkilegast að sjá að hönnuðir ferjunnar telja sig geta leyst samgönguvanda Vestmannaeyja með nýrri ferju,“ sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri eftir fundinn.

Í umfjöllun um ferjuna í Morgunblaðinu í dag segir hann það einnig traustvekjandi að nýja ferjan muni að mati hönnuða nota allt að 50% minni olíu en Herjólfur. „Það þýðir að fyrir sama fjármagn er hægt að sigla langtum fleiri ferðir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert