Árni dæmdur fyrir meiðyrði

AFP

Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, í dag dæmdur fyrir þrenn meiðyrði en sýknaður  af kröfu Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar um meiðyrði í fimm tilvikum.

Honum er gert að greiða Ástu 200 þúsund krónur í málskostnað og Hundaræktinni sömu fjárhæð. Árna var jafnframt gert að birta dóminn á bloggi sínu.

Ásta hafði farið fram á 2 milljónir króna í miskabætur og eins að fá greiddar tæpar 500 þúsund krónur í málskostnað.

Hundaræktin ehf. er fyrirtæki sem elur hunda að Dalsmynni á Kjalarnesi til sölu til almennings. Stefnandi Ásta er eigandi og rekstraraðili fyrirtækisins.

Eftirtalin ummæli voru dæmd dauð og ómerk:

 „Dýraníð að Dalsmynni.“

„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“

 „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“

Sjá dóminn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert