Berjast við eld í Stokkhólmi

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. mbl.is/GSH

Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem logar við Köpmangatan í Gamla Stan í Stokkhólmi. Sænska ríkisútvarpið segir að 10 slökkviliðbílar séu á vettvangi og 15 sjúkrabílar.

Mikill eldur logar í húsnæði við götuna og hafa slökkviliðsmenn beðið íbúa í nágrenninu um að loka bæði gluggum og dyrum, enda leggur mikinn reyk frá húsinu. 

Talsmaður slökkviliðsins segir að um það bil fimmtíu slökkviliðsmenn séu á vettvangi, m.a. reykkafarar sem hafa unnið að því að koma fólki út úr byggingunni. 

Eldurinn logar í forngripaverslun sem er á jarðhæð hússins. Nokkrar íbúðir eru í sama húsi, en þar búa um 16 manns. Fregnir herma að búið sé að koma öllum út og ekki hafa borist fréttir af fólki sem hefur brennst eða slasast. Einhverjir hafa leitað læknis vegna reykeitrunar.

Slökkviliðsmenn berjast nú við að ná tökum á eldinum, en þeir segja gríðarlega erfitt að eiga við eld sem kviknar í gamla bænum þar sem húsin liggja svo þétt hvert að öðru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert