Dómurinn kom ekki á óvart

Sigurður í héraðsdómi í morgun.
Sigurður í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Þórður

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd skjólstæðings míns,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, en hann var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af öll­um ákær­um í máli þar sem hann var ákærður fyr­ir umboðssvik.

Sigurjón var ákærður ásamt Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans fyrir að hafa í störf­um sín­um fyr­ir lána­nefnd bank­ans mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til veit­ing­ar ábyrgða.

Sigríður Elín var einnig sýknuð í héraðsdómi í morgun.

„Þetta kom mér nú ekki á óvart. Ég hafði nú búist við þessu frá því að þetta mál var kynnt sem sakarefni fyrir honum fyrir mörgum árum,“ segir Sigurður sem kallar málið síðasta angann af langri kæru sérstaks saksóknara.

Sigurjón var ekki í héraðsdómi í morgun en að sögn Sigurðar er hann staddur erlendis en hafði fengið fregnir af úrskurðinum.

Ekki náðist í Arnþrúði Þórarinsdóttur, saksóknara í málinu, við vinnslu þessarar fréttar.

Sigurjón og Elín sýknuð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert