Uppbygging hefur dregist á langinn

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Töf hefur orðið á uppbyggingaráformum Geogreenhouse ehf. sem hyggst hefja stórtæka tómatarækt í gróðurhúsi skammt frá Hellisheiðarvirkjun.

Sigurður Hrafn Kiernan, stjórnarformaður Geogreenhouse, segir að verkefnið hafi dregist á langinn og verið sé að leita að nýjum dreifingaraðilum erlendis áður en uppbyggingaráform geti hafist.

Geogreenhouse áformar að reisa gróðurhús við hlið Hellisheiðarvirkjunar. Í áætlunum er gert ráð fyrir því að eftir fyrsta áfanga megi framleiða 3.000-4.000 tonn af tómötum á ári. Það er um þrefalt meira en íslenskir bændur framleiða í dag. Stefnt er að því að öll framleiðslan verði flutt úr landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert