Davíð Kjartansson sigurvegari Haustmótsins

Fide-meistarinn Davíð Kjartansson.
Fide-meistarinn Davíð Kjartansson.

Á dögunum lauk Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur með sigri Fide-meistarans Davíðs Kjartanssonar sem hlaut 7 vinninga úr níu skákum. Jafnir í 2.-3. sæti með 6 vinninga voru Fide-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson og Þorvarður Fannar Ólafsson sem jafnframt er skákmeistari félagsins 2014. 

Í B-flokki sigraði hinn spænski Damia Benet Morant en hann hlaut 7 vinninga og næstir með 6,5 vinning komu Björn Hólm Birkisson og Þjóðverjinn Christopher Vogel. Bárður Örn Birkisson varð efstur í C-flokki með 8 vinninga, Felix Steinþórsson varð annar með 7 vinninga og í þriðja sæti var Jóhann Arnar Finnsson með 5,5 vinning. Í opnum flokki sigraði Ólafur Evert Úlfsson með yfirburðum en hann hlaut fullt hús vinninga.

Tæplega 60 keppendur tóku þátt í Haustmótinu að þessu sinni en áttatíu ár eru síðan mótið var fyrst haldið.  Teflt var í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og skákstjórn annaðist Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert